Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hellinn á auðveldan hátt. Búið er að leggja göngubrú inni í þessum hluta hraungangsins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.
Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hellinn á auðveldan hátt. Búið er að leggja göngubrú inni í þessum hluta hraungangsins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.
Innifalið í þessari ferð er akstur fram og til baka frá Reykjavík. Þetta er ferð með leiðsögn þar sem búið er að leggja göngubrú inni í hluta hellisins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.
Í hraunfossaævintýrinu er farið út af troðinni slóð djúpt inn í hellinn til að kanna upptök hans, hina mikilfenglegu hraunfossa. Í þessari ferð þarf fólk að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa gott jafnvægi. Ferðin tekur að meðaltali 3–4 klst og með stuðningi höfuðljósa og leiðsögumanns ert þú leiddur í gegnum magnaða undraveröld.
Kvöldferðin er hefðbundin ferð sem tekur um 1 klst. og tilvalið er að blanda henni saman við aðrar skemmtiferðir, svo sem norðurljósaferð (á veturna) eða kvöldverð á veitingastað við suðurströndina. Boðið er upp á kvöldferðina sjö daga vikunnar yfir vetrar- og sumarmánuðina.