Bókið núna

Jólaferð🎅í Raufarhólshelli með Arctic Adventures

Verð:
Frítt isk
Lágmarksaldur:
3 ár
Heildarlengd ferðar:
1 klst.
Erfiðleikastig:
1/5

Þessi ferð á að vera flestum fær en þó er ekki mælt með henni við fólk sem er með lélegt jafnvægisskyn eða á erfitt með að ganga á ójöfnu (svo sem í snjó eða á ójöfnum stígum) eða á í erfiðleikum með að ganga upp og niður bratta stiga.

Farartími:
Opið 09:00 – 17:00 alla daga
Innifalið:
Hellaferð undir leiðsögn (á ensku), höfuðljós og hjálmur
Ekki innifalið:
Akstur til og frá hellinum
Takið með ykkur:
Hlý föt og góða, þykkbotna skó!

1

klst.

Frítt

isk

1/5

erfiðleiki

Við hjá Arctic Adventures og Lava Tunnel erum enn í jólaskapi þrátt fyrir að jólin séu formlega búin. Jólasveinarnir eru búnir að þeytast um landið og gefa gjafir yfir hátíðarnar, en nú eru þeir komnir aftur heim í hellinn til mömmu sinnar og vilja endilega bjóða börnum í Þorlákshöfn og fjölskyldum þeirra í heimsókn til sín í Raufarhólshelli laugardaginn 14. janúar.

Boðið er upp á þrjár ferðir. Fyrsta ferðin er kl 11:00, næsta klukkan 12 og síðasta klukkan 13. Hver ferð tekur um 55–60 mínútur.

Þrjár ferðir í boði, klukkan 11:00, 12:00 og 13:00:00 og hver ferð tekur um 55–60 mínútur.

Við sköffum hjálma og höfuðljós. Mælt er með því að fólk klæðist hlýjum fötum og sé í góðum, þykkbotna skóm. Athugið að venjulega drýpur eitthvað vatn úr þaki hellisins og því mælum við með vatnsvörðum eða vatnsheldum jakka/fötum. Það skaðar heldur ekki að mæta með jólaskap og bros á vör.

Leiðin að Raufarhólshelli

Hellirinn er í 10 mínútna akstursfjarlægð eftir (39) frá Þorlákshöfn. Bílastæðið eru þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inni á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742

Bókið núna

Ferðin var einstaklega ánægjuleg. Leiðsögumaðurinn okkar var bæði fróður og fyndinn. Hellirinn er athyglisverður og hrífandi. Ég mundi mæla með honum við hvern sem er.