Raufarhólshellir

Gerið ykkur ferð í hinn stórbrotna hraungang Raufarhólshelli, einn lengsta og þekktasta hraunhelli Íslands. Hellirinn er aðeins í hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík og auðvelt er að komast að honum allan ársins hring.

Ferð inn í Raufarhólshelli er einstök upplifun og þar gefst frábært tækifæri til að skoða virkni eldgosa með eigin augum, þar sem gengið er sömu leið og hraunið rann í Leitahraunsgosinu austan Bláfjalla fyrir um 5.200 árum. Á veturna myndast í hellisgólfinu miklir ísdrönglar sem gera ferðina inn í hellinn jafnvel enn áhrifameiri.

Hellirinn myndaðist sem í Leitahraunsgosinu fyrir um 5.200 árum.

Heildarlengd hellisins er 1.360 metrar og þar af er aðalhellirinn 900 metrar. Breidd hans er allt að 30 metrum og hæðin allt upp í 10 metrar. Hann er því einn af stærstu hraunhellum Íslands. Skammt innan við hellismunnann hefur þakið hrunið á þremur stöðum og niður um götin fellur ljós sem myndar þrjár fagurmótaðar súlur inni í hellinum. Innst í Raufarhólshelli skiptist hann í þrjá smærri ganga og þar sjást greinilega stórfenglegir hraunfossar og aðrar hraunmyndanir.

Raufarhólshellir er hraunhellir sem myndaðist í Leitahraunsgosinu og hann er einn lengsti hellir Íslands. Hraunhellir eru rásir sem verða til þegar seigfljótandi hraunkvika mótar harða skel sem þykknar og myndar þak yfir hraunstrauminn sem enn rennur áfram. Allt fram á síðustu öld var mikið af dropasteini og dropastráum í hellinum en á sjötta áratugnum lögðu sífellt fleiri leið sína í hellinn og brutu niður steinana með þeim afleiðingum að nú eru nánast engir eftir.

Heildarlengd hellisins er 1.360 metrar og þar af er aðalhellirinn 900 metrar.

Með ferð í Raufarhólshelli gefst einstakt tækifæri til njóta leiðsagnar og skoða áhrif þess geysilega náttúruafls sem brýst upp úr iðrum jarðar í gosi og undraveröldina sem leynist rétt undir yfirborðinu.

1.4

Km Lengd

10-30

Mtr Breidd

10

Mtr Hæð

Allt árið

Ferðin var einstaklega ánægjuleg. Leiðsögumaðurinn okkar var bæði fróður og fyndinn. Hellirinn er athyglisverður og hrífandi. Ég mundi mæla með honum við hvern sem er.

Ferðirnar

Við bjóðum upp á tvenns konar ferðir í Raufarhólshelli. Í hefðbundnu ferðinni er farið inn í þann hluta hellisins sem er flestum fær og leiðangurinn tekur um 55–60 mínútur (líka í boði með akstri til og frá hellinum). Hin ferðin, hraunfossaævintýrið, er ætluð alvöru hellakönnuðum sem vilja fara í ævintýraferð inn í botn hellisins. Leiðangurinn tekur um 3–4 klst. inni í hellinum og alls 5 klst. ef þátttakendur velja þann kost að láta sækja sig og skila á Reykjavíkursvæðið.

Hefðbundin ferð í Raufarhólshelli

Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hellinn á auðveldan hátt. Búið er að leggja göngubrú inni í þessum hluta hraungangsins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.

8.400 ISK

1T

Jólaferð?í Raufarhólshelli með Arctic Adventures

Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hellinn á auðveldan hátt. Búið er að leggja göngubrú inni í þessum hluta hraungangsins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.

Frítt ISK

1T

Hefðbundin ferð með akstri

Innifalið í þessari ferð er akstur fram og til baka frá Reykjavík. Þetta er ferð með leiðsögn þar sem búið er að leggja göngubrú inni í hluta hellisins og hann hefur verið lýstur upp með áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.

13.900 ISK

3T

Hraunfossaævintýrið

Í hraunfossaævintýrinu er farið út af troðinni slóð djúpt inn í hellinn til að kanna upptök hans, hina mikilfenglegu hraunfossa. Í þessari ferð þarf fólk að vera í góðu líkamlegu ástandi og hafa gott jafnvægi. Ferðin tekur að meðaltali 3–4 klst og með stuðningi höfuðljósa og leiðsögumanns ert þú leiddur í gegnum magnaða undraveröld.

25.900 ISK

3-4T

Kvöldferð í Raufarhólshelli

Kvöldferðin er hefðbundin ferð sem tekur um 1 klst. og tilvalið er að blanda henni saman við aðrar skemmtiferðir, svo sem norðurljósaferð (á veturna) eða kvöldverð á veitingastað við suðurströndina. Boðið er upp á kvöldferðina sjö daga vikunnar yfir vetrar- og sumarmánuðina.

8.400 ISK

1T