Leiðin á að vera flestum fær en þó er ekki mælt með ferðinni við fólk sem er með lélegt jafnvægisskyn eða á erfitt með að ganga á ójöfnu (svo sem í snjó eða á ójöfnum stígum) eða á í erfiðleikum með að ganga upp og niður bratta stiga.
3
klst.
13.900
isk
1/5
erfiðleiki
Í hefðbundinni ferð getur þú skoðað hraunganginn á auðveldan og ánægjulegan hátt. Hellisgangurinn er víða varðaður stórum steinum sem áður ollu því að hann var erfiður yfirferðar. Nú hefur göngubrú og nokkrir göngustígar verið lagðir yfir torfærustu hlutana og hellirinn er því flestum fær. Þessi hluti hellisins hefur verið lýstur upp með einstaklega áhrifamiklum hætti sem kallar fram litbrigði hraunsins og sýnir greinilega þá öflugu eldvirkni sem á sínum tíma mótaði hraunganginn.
Í þessari ferð er boðið upp á akstur til og frá hellinum. Lagt er af stað daglega kl. 09.00 og 13.00 frá Umferðarmiðstöðinni BSÍ. Þeir sem óska að láta sækja sig annars staðar frá þurfa að vera tilbúnir a.m.k. hálftíma fyrir áætlaða brottför. Athugið að Reykjavík Excursions sjá um flutninginn og er rútan merkt „Tour Pick Up“. Hver ferð tekur um 3 klst., þar af 55–60 mínútur inni í hellinum.
Við sköffum hjálma og höfuðljós. Mælt er með að fólk klæðist hlýjum fatnaði og sé í góðum, þykkbotna skóm. Athugið að venjulega drýpur eitthvað vatn úr þaki hellisins og því mælum við með vatnsvörðum eða vatnsheldum jakka/fötum. Það skaðar heldur ekki að mæta með bros á vör …
Hellirinn er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð (um 30 km) frá Reykjavík og vegurinn er fær öllum bílum. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inni á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742