Um okkur

Raufarhóll ehf. rekur Raufarhólshelli. Meðal hluthafa eru fyrirtæki með víðtæka reynslu af starfsemi í ferðamennsku á Íslandi. Stefna Raufarhóls er að vernda náttúru Íslands svo að kynslóðir framtíðarinnar fái að njóta hennar.

Við erum stolt af því að hafa nokkra af reyndustu leiðsögumönnum og fjallgöngumönnum Íslands í okkar teymi og í þeim hópi er einnig sérfræðingur í öryggi á ferðalögum. Við sjáum til þess að allir leiðsögumenn okkar séu þrautþjálfaðir áður en þeir taka að sér leiðsögn í Raufarhólshelli.

Framkvæmdastjóri Raufarhólshellis og meðeigandi er Hallgrímur (Halli) Kristinsson, einn reyndasti fjallagarpur Íslands.

Raufarhóll ehf.
Klettagörðum 12
104 Reykjavík
Ísland
Sími: 519 1616
Heimasíða: www.thelavatunnel.is
Upplýsingar: info@thelavatunnel.is

Kt. 700516-1210
Virðisaukaskattsnúmer: 126272