Algengar spurningar

Sp.: Er fljótandi hraun inni í hellinum?

Fljótandi hraun er gríðarlega heit leðja. Að meðaltali getur nýtt hraun verið milli 700° og 1.200° Celsíus. Til allrar hamingju rennur nú ekkert hraun í gegnum hellinn því ef svo væri gætum við ekki farið inn í hann. Á hinn bóginn sést greinilega hvar hraunið rann fyrir um 5.200 árum.

Sp.: Get ég fært tímapöntunina mína til án aukakostnaðar?

Já, ekkert vandamál. Þú getur farið í ferð á öðrum tíma en þú pantaðir, þ.e. ef hún er ekki þegar uppbókuð.

Sp.: Hvað tekur ferðin langan tíma?

Hefðbundna ferðin tekur um 55 mínútur inni í hellinum. Aftur á móti tekur hraunfossaævintýrið um 2½ til 3½ klukkustund inni í hellinum.

Sp.: Þarf ég að vera hluti af hópi til að fara í ferðina?

Nei, það er óþarfi. Þar sem við leggjum af stað í hefðbundnu ferðirnar á klukkustundar fresti getur þú einfaldlega mætt á staðinn rétt áður en lagt er af stað. Ef þú bókar þig í hraunfossaævintýrið gætir þú verið í hópi með öðrum alla leið inn í botn hellisins þar sem hámarksfjöldi í þeim ferðum er 8–10 manns.

Sp.: Er boðið upp á sérferðir?

Vissulega. Vinsamlegast hafðu samband við okkur og við getum skipulagt sérferð fyrir þig, hvort sem tilgangurinn er einfaldlega að njóta náttúrundursins, taka af því vídeómynd eða jafnvel að gifta þig inni í Raufarhólshelli!

Sp.: Er hraunfossaævintýrið fyrir alla?

Nei, það er ekki fyrir alla. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu ástandi til að komast vandræðalaust yfir gróft og stórgrýtt hellisgólfið. Jafnvægið verður líka að vera í góðu lagi og venjulega mælum við einungis með hraunfossaævintýrinu við þá sem eru í góðu formi og eiga hvorki við bak- eða hnévandamál að stríða. Lágmarksaldur í þessa ferð er 12 ár.

Sp.: Hvernig kemst ég í hellinn?

Það er mjög auðvelt að komast að hellinum og hann er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta er líka auðvelt á veturna. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inn á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742

Sp.: Þarf ég að bóka ferðina fyrirfram?

Þú þarft ekki að bóka hefðbundnu ferðina fyrirfram en við mælum samt með því til að tryggt sé að þú komist með á þeim tíma sem þú óskar. Hefðbundna ferðin er farin á klukkustundar fresti. Þátttöku í Hraunfossaævintýrinu þarftu að bóka fyrirfram.

Sp.: Þarf ég að taka með mér einhvern sérstakan útbúnað í ferðina?

Nei, við sköffum allan nauðsynlegan útbúnað svo sem hjálma og höfuðljós. Við mælum hins vegar með góðum gönguskóm (nauðsynlegir í hraunfossaævintýrinu) og mundu að hitastigið inni í hellinum er um 0–4 gráður Celsíus. Venjulega drýpur eitthvað vatn úr hellisloftinu og því er gott að vera í vatnsheldum jakka.