Einungis ætlað fólki í góðu líkamlegu ástandi. Ekki er mælt með ferðinni fyrir þá sem eru slæmir í baki eða hnjám eða eiga við önnur heilsufarsvandamál að etja.
3-4
klst.
25.900
isk
4/5
erfiðleiki
Í hraunfossaævintýrinu er farið út af troðinni slóð djúpt inn í hellinn til að kanna upptök hans – hina mikilfenglegu hraunfossa.
Þetta er ferðin fyrir þá sem eru í ævintýraleit. Farið er lengra inn í hellinn en í hefðbundnu ferðunum, alla leið inn í hellisbotninn þar sem stórfenglegir hraunfossar og önnur náttúruundur leynast í myrkrinu. Þetta er svo sannarlega ógleymanleg reynsla, bæði sjónrænt og tilfinningalega. Hellisfossaævintýrið er sú ferð sem fengið hefur bestu umsagnirnar um Raufarhólshelli. Í þennan leiðangur er einungis farið með litla hópa undir leiðsögn reynds hellakönnuðar. Vinsamlegast athugið að ferðin inn í hellinn er erfiðari en ferðir á venjulega ferðamannastaði. Torfarið er um hellisgólfið, sem er varðað stórum steinum og hnullungum, og því er þess krafist að fólk hafi gott jafnvægi og sé í góðu líkamlegu ástandi.
.Ferðin inni í hellinum tekur 3–4 klukkustundir. Þess er þó ekki krafist að fólk hafi reynslu af hellakönnun. Á leiðinni er einungis stuðst við höfuðljós til að lóðsa þátttakendur í gegnum þessa undraveröld undir yfirborði jarðar og þess vegna mælum við ekki með ferðinni fyrir þá sem hugsanlega þjást af einhvers konar innilokunarkennd. Við mælum heldur ekki með henni fyrir þungaðar konur og börn undir tólf ára aldri.Leiðangursfarar verða að vera í gönguskóm með stuðningi við ökkla.
Fyrir þátttakendur á Reykjavíkursvæðinu er boðið upp á akstur (gegn aukagjaldi). Vinsamlegast athugið að í miðborg Reykjavíkur má einungis taka farþega upp utan bannsvæðis almenningsvagna (eða biðstöðva strætisvagna). Leiðangurinn inni í hellinum tekur 3–4 klst. en ferðin tekur alls 5–6 klst. að meðtöldum þeim tíma sem tekur að sækja þátttakendur og skila þeim heim.
Við sköffum hjálma, höfuðljós, hanska og annan sérbúnað. Gerð er krafa um að þátttakendur séu í gönguskóm (með stuðningi um ökkla) og í hlýjum fötum og við mælum með því að þeir taki með sér bakpoka undir vatn og snarl. Athugið að venjulega drýpur eitthvað vatn úr þaki hellisins og því er gott að klæðast vatnsvörðum eða vatnsheldum jakka/fötum. Vinsamlegast athugið að lágmarksfjöldi leiðangursfara í hraunfossaævintýrið er tveir. Raufarhólshellir áskilur sér þann rétt að afboða ferð með a.m.k. klukkustundar fyrirvara ef þátttakendur eru of fáir. Ef ferð er afboðuð er hún að sjálfsögðu endurgreidd að fullu. Raufarhólshellir áskilur sér jafnframt rétt til að neita þeim sem ekki eru nógu vel klæddir og/eða ekki í réttum skóbúnaði um að taka þátt í leiðangrinum.
Vinsamlegast athugið að við getum ekki ábyrgst að í öllum ferðum komist leiðangursfarar alla leið inn í hellisbotninn. Í raun ræðst það af líkamshreysti og almennu ástandi þátttakendanna/hópsins.
Hellirinn er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð (um 30 km) frá Reykjavík og vegurinn er fær öllum bílum. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inn á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742