Skilmálar og fyrirvarar

Almennir skilmálar

Vinsamlegast athugið að Raufarhólshellir er náttúrufyrirbæri og þó að við höfum lagt okkur fram við að gera umhverfið eins öruggt og mögulegt er viljum við ekki valda skemmdum á náttúrunni. Umhverfi hellisins getur því verið óöruggt nema fyllstu varkárni sé gætt. Þú verður því að sýna aðgát og gæta varúðar og vera stöðugt á varðbergi gagnvart umhverfinu.

Þú mátt ekki taka af þér öryggisbúnaðinn sem við sköffum þér og þú verður að virða og fylgja í einu og öllu leiðbeiningum starfsfólks hellisins.

Raufarhólshellir tekur ekki á sig neina ábyrgð á eða skaðabótaskyldu gagnvart skemmdum á persónulegum munum, meiðslum, slysum, veikindum eða öðrum skaða sem þú gætir orðið fyrir áður en lagt er upp í ferðina, meðan á henni stendur eða eftir að henni lýkur.

Við stjórnum því miður ekki veðrinu og því tekur Raufarhólshellir ekki á sig neina ábyrgð á tapi eða óþægindum sem þú verður fyrir vegna breytinga á ferðaáætlunum, svo sem akstursleiðum eða tímaáætlunum af völdum veðurs eða annarra raskana sem Raufarhólshellir getur ekki haft stjórn á.

Starfsemi Raufarhólshellis fellur undir og er í samræmi við íslensk lög. Allar kröfur og lögsóknir gegn Raufarhólshelli falla alfarið undir lögsögu íslenskra dómstóla.

Afpantanir

Hægt er að afpanta bókaðan tíma í hefðbundna ferð í Raufarhólshelli með 24 klst. fyrirvara án refsigjalds. Þeir sem afpanta bókaðan tíma með skemmri fyrirvara en 24 klst. greiða fullt gjald.

Hægt er að afpanta bókaðan tíma í hraunfossaævintýrið með 24 klst. fyrirvara án refsigjalds. Þeir sem afpanta bókaðan tíma með skemmri fyrirvara en 24 klst. greiða fullt gjald.

Raufarhólshellir áskilur sér rétt til að afboða hraunfossaævintýrið með a.m.k. klukkustundar fyrirvara ef fjöldi þátttakenda er ekki nægilegur. Ef Raufarhólshellir afboðar ferðina færðu endurgreitt að fullu.

Afpantanir hópa

Hægt er að afpanta bókaðan tíma fyrir hóp með viku (7 daga) fyrirvara án refsigjalds. Afbókanir sem berast með skemmri fyrirvara en einni viku áður en leggja á af stað í ferðina greiða 30% af ferðagjaldinu. Ef afbókun berst með minna en tveggja daga (48 klst.) fyrirvara er ekkert endurgjald greitt. Hópar eiga að mæta a.m.k. 10 mínútum áður en lagt er af stað samkvæmt áætlun.

Lokafjöldi þátttakenda

Senda þarf staðfestan fjölda þátttakenda a.m.k. sólarhring (24 klst.) áður en leggja á upp í ferðina.

Allar afpantanir verða að vera skriflegar

Þessir skilmálar og fyrirvarar eru í samræmi við íslensk lög.

Skattar og gjöld

Virðisaukaskattur er innifalinn í öllu verði sem gefið er upp á heimasíðunni og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.

Verðlagning

Þeir sem afpanta ferð með skemmri fyrirvara en 24 klst. greiða fullt gjald.

Raufarhólshellir áskilur sér rétt til að breyta verði sem gefið er upp á heimasíðu og verðskrám í samræmi við gjaldeyrisbreytingar og aðstæður sem Raufarhólshellir hefur ekki stjórn á. Afsláttur fyrir unglinga og börn á einungis við um fjölskyldur.

Tungumál

Leiðsögn fer fram á ensku. Önnur tungumál koma til greina en einungis ef farið er fram á það sérstaklega.

Klæðnaður

Klæðast þarf góðum, þykkbotna skóm og hlýjum fötum í ferðum í Raufarhólshelli. Athugið að venjulega drýpur eitthvað vatn úr hellisloftinu og því er mælt með því að fólk klæðist vatnsvörðum eða vatnsheldum jakka/fötum. Hraunfossaævintýrið er einungis ætlað fólki sem er í góðu líkamlegu ástandi. Ekki er mælt með ferðinni við fólk sem er slæmt í baki eða hnjám eða með heilsufarsvandamál sem hefta hreyfigetu eða hæfni til að takast á við stórbrotna náttúru. Þátttakendur í hefðbundnu ferðunum þurfa að eiga auðvelt með að ganga upp og niður bratta stiga og á ójöfnu yfirborði, þ.á m. snjó.

Tímasetningar

Vinsamlegast athugið að uppgefnir brottfarar- og komutímar geta af ýmsum ástæðum breyst, t.d. vegna veðurs. Áætlaður tími inni í hellinum getur líka verið breytilegur eftir þátttakendum og leiðsögumönnum. Raufarhólshellir getur ekki ábyrgst tap sem þátttakandi verður fyrir af völdum seinkana, hvort sem um er að ræða beint eða óbeint tap. Allir þátttakendur eiga að mæta á staðinn a.m.k. 10 mínútum áður en lagt er af stað samkvæmt ferðaáætlun. Þátttakendur sem láta sækja sig ættu að gera ráð fyrir að vera tilbúnir a.m.k. 45 mínútum fyrir áætlaðan ferðatíma.

Bókanir

Hægt er að bóka fyrir einstaklinga á netinu í gegnum heimasíðu Raufarhólshellis eða einhvern af söluaðilum okkar. Ef einhver vandamál koma upp við bókunina vinsamlegast sendið okkur póst á netfangið info@thelavatunnel.is. Hægt er að nota sama netfang til að bóka hópa.

Trúnaður

Seljandi varðveitir allar upplýsingar frá kaupanda sem trúnaðarupplýsingar. Upplýsingar um kaupanda verða ekki undir nokkrum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Ef þú þarfnast einhverrar aðstoðar hikaðu þá ekki við að hafa samband …

Raufarhóll ehf.
Klettagörðum 12
104 Reykjavík
Ísland
Sími: 519 1616
Heimasíða: www.thelavatunnel.is
Upplýsingar: info@thelavatunnel.is

Kt. 700516-1210
Virðisaukaskattsnúmer: 126272