Leiðin á að vera flestum fær en þó er ekki mælt með ferðinni við fólk sem er með lélegt jafnvægisskyn eða á erfitt með að ganga á ójöfnu (svo sem í snjó) eða upp og niður bratta stiga.
1
klst.
8.400
isk
1/5
erfiðleiki
Kvöldferðin tekur um 1 klst. og tilvalið er að blanda henni saman við aðrar skemmtiferðir, svo sem norðurljósaferð (á veturna), miðnætursólarferð (á sumrin) eða kvöldverð á veitingastað við suðurströndina. Fyrir þúsundum ára braut gríðaröflugt gos þúsundum tonna af glóandi hrauni leið í gegnum jarðveginn og myndaði 1.300 metra langan hraungang. Hellirinn er einn lengsti hraungangur Íslands og er þekktur undir heitinu Raufarhólshellir. Könnun á hellinum er reynsla sem aldrei gleymist. Þar fá gestir okkar tækifæri til að sjá með eigin augum hvað gerist í eldgosi um leið og þeir fylgja leiðinni sem hraunið braut sér fyrir mörgum öldum. Í kvöldferðinni fer reyndur leiðsögumaður með ykkur um 350 metra inn í hraunganginn eftir stíg sem gerður er úr hraunsteini og göngupöllum. Með háþróaðri lýsingu sem sett hefur verið upp inni í hellinum gefst ykkur tækifæri til að skoða mikilfenglegar jarðmyndanir hans með auðveldum hætti.
Raufarhólshellir er á einum besta skoðunarstað norðurljósa í nágrenni Reykjavíkur og því er tilvalið að fella hellaferðina inn í annars konar kvöldferð utan Reykjavíkur yfir vetrartímann. Þegar leitað er að norðurljósum er aldrei á vísan að róa en hellaævintýrið er ávallt skemmtilegt! Á sumrin er kvöldferðin kjörin fyrir þá sem vilja njóta bjartra sumarkvölda og leggja upp í kvöldævintýri eftir málsverð í Reykjavík eða við suðurströndina.
Við sköffum hjálma og höfuðljós og mannbrodda ef þörf krefur. Nauðsynlegt er að klæðast hlýjum fatnaði og gönguskóm og athugið að venjulega drýpur eitthvað vatn úr hellisloftinu og því er mælt með að fólk klæðist vatnsvörðum eða vatnsheldum fötum.
Hellirinn er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð (um 30 km) frá Reykjavík og vegurinn er fær öllum bílum. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inn á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742