Það er mjög auðvelt að komast að hellinum og hann er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta er líka auðvelt á veturna. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inn á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742