Fljótandi hraun er gríðarlega heit leðja. Að meðaltali getur nýtt hraun verið milli 700° og 1.200° Celsíus. Til allrar hamingju rennur nú ekkert hraun í gegnum hellinn því ef svo væri gætum við ekki farið inn í hann. Á hinn bóginn sést greinilega hvar hraunið rann fyrir um 5.200 árum.
Já, ekkert vandamál. Þú getur farið í ferð á öðrum tíma en þú pantaðir, þ.e. ef hún er ekki þegar uppbókuð.
Hefðbundna ferðin tekur um 55 mínútur inni í hellinum. Aftur á móti tekur hraunfossaævintýrið um 2½ til 3½ klukkustund inni í hellinum.
Nei, það er óþarfi. Þar sem við leggjum af stað í hefðbundnu ferðirnar á klukkustundar fresti getur þú einfaldlega mætt á staðinn rétt áður en lagt er af stað. Ef þú bókar þig í hraunfossaævintýrið gætir þú verið í hópi með öðrum alla leið inn í botn hellisins þar sem hámarksfjöldi í þeim ferðum er 8–10 manns.
Vissulega. Vinsamlegast hafðu samband við okkur og við getum skipulagt sérferð fyrir þig, hvort sem tilgangurinn er einfaldlega að njóta náttúrundursins, taka af því vídeómynd eða jafnvel að gifta þig inni í Raufarhólshelli!
Nei, það er ekki fyrir alla. Þú þarft að vera í góðu líkamlegu ástandi til að komast vandræðalaust yfir gróft og stórgrýtt hellisgólfið. Jafnvægið verður líka að vera í góðu lagi og venjulega mælum við einungis með hraunfossaævintýrinu við þá sem eru í góðu formi og eiga hvorki við bak- eða hnévandamál að stríða. Lágmarksaldur í þessa ferð er 12 ár.
Það er mjög auðvelt að komast að hellinum og hann er í tæplega hálftíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Þetta er líka auðvelt á veturna. Ekið er um 18 km leið í austur frá Reykjavík eftir þjóðvegi 1. Þá er beygt til hægri yfir á þjóðveg 39 (Þorlákshöfn) og ekið áfram 12 km leið. Bílastæðið er þar við veginn á vinstri hönd. Hellirinn er einnig merktur inn á Google Maps. GPS-hnitin eru: N.63° 56.407 / V.021° 23.742
Þú þarft ekki að bóka hefðbundnu ferðina fyrirfram en við mælum samt með því til að tryggt sé að þú komist með á þeim tíma sem þú óskar. Hefðbundna ferðin er farin á klukkustundar fresti. Þátttöku í Hraunfossaævintýrinu þarftu að bóka fyrirfram.
Nei, við sköffum allan nauðsynlegan útbúnað svo sem hjálma og höfuðljós. Við mælum hins vegar með góðum gönguskóm (nauðsynlegir í hraunfossaævintýrinu) og mundu að hitastigið inni í hellinum er um 0–4 gráður Celsíus. Venjulega drýpur eitthvað vatn úr hellisloftinu og því er gott að vera í vatnsheldum jakka.