Gefðu
ævintýri!

Kaupa gjafakort

Gefðu einstaka upplifun að gjöf!

Ferð í Raufarhólshelli er einstakt tækifæri til að skoða eitt af náttúruundrum okkar, steinsnar frá Reykjavík, og frábær gjöf fyrir einstaklinga og hópa.

Raufarhólshellir er einn þekktasti hraunhellir á landinu og jafnframt sá lengsti utan Hallmundarhrauns. Hellirinn er staðsettur í Þrengslum á milli Reykjavíkur og Þorlákshafnar og er því einstaklega aðgengilegur fyrir höfuðborgarbúa, enda einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Hellirinn er samtals 1.360 metra langur, 10 til 30 metra breiður og nánast alls staðar er hátt til lofts inní hellinum eða um 8-10 metrar að jafnaði. Ferðir eru farnar á klukkutíma fresti og miðað er við að hver ferð taki 50-60 mínútur. Búið er að byggja palla og stíga tæplega 400 metra inn í hellinn og vönduð lýsing gerir gestum kleift að njóta þessa merka náttúrufyrirbæris með einstökum hætti. Nýlega fékk Raufarhólshellir Íslensku lýsingarverðlaunin fyrir besta lýsingarverkefni utanhúss. Leiðsögumaður fer með gestum og ræðir sögu hellisins, jarðfræði hans, tengingu við Hollywood og ýmislegt annað honum tengt.
Raufarhólshellir er fjölskylduvæn afþreying.

Hvað er innifalið?

  • Leiðsögn (á ensku)
  • Hjálmar
  • Höfuðljós
  • Mannbroddar og göngustafir

Athugið

Ferð í Raufarhólshelli er fyrir flesta nema þá sem eiga erfitt með að ganga í ójöfnu landslagi (t.d. snjó) eða upp og niður tröppur.

Hvað þarf ég að hafa með?

Góðir skór (t.d. gönguskór) eru nauðsynlegir. Hlýr og góður fatnaður er æskilegur enda hitastig í hellinum í kringum 4°C. Vatnsheld yfirhöfn er heppileg því oftast dropar eitthvað úr hellisloftinu.

Hvernig nálgast ég gjafakortið?

Smelltu á takkann hér fyrir neðan til að kaupa gjafakort. Kortið verður sent á það heimilisfang sem þú velur. Einnig er hægt að nálgast gjafakortið á skrifstofu okkar að Klettagörðum 12.

Kaupa gjafakort

Aðeins 30 mínútur
frá Reykjavík

Sjá staðsetningu á korti

We thoroughly enjoyed our tour. Our guide was both knowledgeable and funny. The cave is remarkable and fascinating. I would recommend this to anyone!