Við þökkum frábær viðbrögð gesta frá því Raufarhólshellir var opnaður eftir endurbætur sumarið 2017 en síðan þá hafa rétt tæplega 100 þúsund gestir heimsótt hellinn. Þrátt fyrir það hefur umgengni í og við hellinn aldrei verið betri og ástand hans í raun mun betri en áður var.
Við viljum bjóða ykkur í fría hellaskoðun laugardaginn 11. maí. Með því gefst kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að njóta þessa stórkostlega nátturufyrirbæris í öruggu umhverfi með leiðsögn. Hver ferð tekur u.þ.b. eina klukkustund og verða þær farnar á klukkutíma fresti frá kl. 11–17. Takmarkaður fjöldi er í hverja ferð og skráning því nauðsynleg. Við mælum með að þið klæðið ykkur vel og séuð í góðum skóm.
Athugið að leiðsögn fer að mestu fram á ensku. Vinsamlega mætið a.m.k. 10 mínútum fyrir áætlaða brottför, ellegar eigið þið á hættu að missa plássið ykkar.
Verkfræðistofan EFLA hannaði látlausa en fallega lýsingu sem bætir upplifun gesta í Raufarhólshelli og hefur verkfræðistofan og The Lava Tunnel hlotið margvísleg lýsingarverðlaun frá því að hellirinn var opnaður á ný. Má þar m.a. nefna verðlaun fyrir bestu útilýsingu Íslensku lýsingarverðlaunanna 2017 og stór alþjóðleg lýsingarverðlaun á árinu 2018 á borð við Darc Awards og LIT Design.
Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og teljum þau staðfesta gæði verkefnisins.
Kær kveðja,
Starfsfólk The Lava Tunnel/Raufarhólshellis.